top of page

Baðherbergi T6

Staðsetning

Akureyri, Ísland

Verk

2021

Staðsetning

Studio Minta

Verk

Innanhússhönnun, remodel

Baðherbergi í blokkaríbúð sem mátti vel við smá yfirhalningu. Við tókum út allt á baðherberginu og settum inn sérsmíðaða skápa, glervegg og stóra sturtu. Neðri skúffueiningin og borðplatan voru stærri en gengur og gerist þar sem við þurftum að gera ráð fyrir þvottavélum inn á baðherberginu. Við höfðum nóg pláss til að hafa þvottavél og þurkara hlið við hlið en á sama tíma eru djúpar skúffur og nóg geymslupláss. Innréttingar og borðplata komu sérsmíðað fyrir okkur frá Ými. Settum fallegar parketflísar á veggi fyrir hlýleika sem við pöruðum með stórum gólfflísum í dökkum lit til að tóna vel við innréttingu og veggflísar. Síðan máluðum við restina í hlýjum lit og bættum smáatriðum inn í rýmið með handklæðaofni og handklæðarekka sem við pöruðum saman með öðrum smámunum.


Interior design : Eva Tryggva

bottom of page