top of page

Þetta erum við!

Um okkur

Hönnarstúdíóið Studio Minta leit fyrst dagsins ljós á Akureyri 2020.

Studio Minta sinnir allri almennri innanhússhönnun og ráðgjöf. Sérþjónustu verslanna í útstillingum og stíliseringu.

Grafíska sviðið sinnir - Auðkenningu fyrirtækja, vörumerkjahönnun og sérverkefnum í leturgerð.

Árið 2022 var Minta ehf stofnað og er Studio Minta rekið undir því fyrirtæki í dag og erum við stanslaust að bæta við verkefnum og áskorunum í starfi.

Lestu meira um okkur hér að neðan.

Eva Tryggva -
innanhússhönnuður / innanhússráðgjafi

Eva útskrifaðist sem innanhússarkitekt með B.A. gráðu frá Middlesex University. Hún hafði þar mikin áhuga á teikningum og uppdrætti en síðastliðinn ár hefur hún lagt meiri áherslu á almenna innanhússhönnun og stíliseringu.

Eva vann með námi við gerð teikninga fyrir verktaka ásamt aðstoð við verkefna uppsetningar hjá LID - innahússhönnunarfyrirtæki á spáni.

 

Eftir nám vann hún við útstillingar hjá Bauhaus í nokkur ár ásamt því að starfa sjálfstætt við innanhússráðgjöf.

 

Eva býður upp á þjónustu tengdri innanhússhönnun og ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Allt frá innanhúss-stíliseringu og aðstoð með innkaup húsgagna og skrautmuna og uppsetningu þeirra inn á heimili til heildstæðrar hönnunar á heimilum, skrifstofum, veitingahúsum og öðrum verkefnum. Hún tekur einnig að sér gluggaútstillingar og stíliseringar í verslunum.

ElNadeem ElRawi - 
Grafískur hönnuður - leturgerðaráhugamaður

Nadeem útskrifaðist sem grafískur hönnuður með B.A. gráðu frá Middlesex university. Hann lagði áherslu á vörumerkjagerð og auðkenningu (branding).

 

Hann hefur unnið á stofum í Egyptalandi, Dubai og á Íslandi. Síðastliðinn ár hefur hann lagt mikla áherslu á leturgerð, þá bæði handgert og tölvu-unnið. Hann bíður upp á þjónustu á báðum sviðum.

Lesa má meira um hvað við bjóðum upp á undir ÞJÓNUSTA.

bottom of page